Haraldur Franklín í 33. – 39. sæti á Fortinet Australian PGA Championship

Haraldur Franklín Magnús lék á Fortinet Autralian PGA Championship um liðna helgi, hann komst í gegnum niðurskurð að tveimur hringum loknum og endaði í 33. – 39. sæti, samtals -5, þegar keppni lauk í gær. Haraldur lék besta hring sinn á lokadeginum, 67 högg (-1) og fór upp um 28. sæti. Ástralinn Min Wo Lee stóð uppi sem sigurvegari á samtals -20.

Um næstu helgi, dagana 30. nóvember – 3. desember leikur Haraldur á ISPS Handa Australian Open (Opna ástralska) en bæði þessi móti eru hluti af DP World Tour atvinnumótaröðinni – mótið um næstu helgi verður leikið á The Lakes vellinum í Sydney.

Eftir mót helgarinnar er Haraldur Franklín í 17. sæti á stigalista DP World Tour, mótið var einnig hluti af áströlsku atvinnumótaröðinni, en leikmenn sem eru ekki með keppnisrétt á Áskorenda – eða DP World Tour fá ekki stig á DP World Tour á þessu móti.

Margir heimsþekktir kylfingar voru með á mótinu, m.a. Ástralinn Cameron Smith en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Cameron leikur á LIV mótaröðinni og voru töluvert margir leikmenn þaðan með á þessu móti. Haraldur Franklín lék á sama skori og Skotinn Robert McIntyre sem var í Ryderliði Evrópu í haust á Ítalíu. Pólverjinn Adrian Meronk – sem sigraði á fjórum mótum á DP World Tour á síðasta tímabili endaði fyrir neðan Harald Franklín á þessu móti.

​Hér má sjá lokastöðu og úrslit úr Australian PGA Championship

Við óskum Haraldi til hamingju með flottan árangur um helgina!
Golfklúbbur Reykjavíkur