Haraldur Franklín keppir á Áskorendamótaröðinni í Svíþjóð um helgina

Haraldur Franklín Magnús tekur þátt á Dormy Open mótinu sem fer fram í Svíþjóð dagana 24.-27. ágúst 2023. Keppni fer fram Askersunds Golfklubb í Åmmeberg og er mótið hluti af Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Hér má fylgjat með rástímum, skori og stöðu keppenda í móti helgarinnar

Haraldur Franklín er í 129. sæti á stigalistanum en mót helgarinnar er það tíunda sem hann tekur þátt í á tímabilinu, hann endaði í 31. sæti á Vierumäki Finnish Challenge mótinu sem fram fór í Finnlandi. Besti árangur hans á tímabilinu er 19. sætið á móti sem fram fór um miðjan júní. Hann hefur komist í gegnum niðurskurðinn á sex mótum af níu á tímabilinu.

Við óskum Haraldi alls hins besta á vellinum í Svíþjóð um helgina

Golfklúbbur Reykjavíkur