Haraldur Franklín keppir á Euram Bank Open í Austurríki

Haraldur Franklín Magnús er á meðal keppenda á Euram Bank Open mótinu sem hefst á morgun og verður lýkur á sunnudag, 16. júlí. Mótið fer fram á GC Adamstal vellinum við borgina Ramsau í Austurríki.

Mótið er hluti af Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu. Þetta er sjöunda mótið sem Haraldur tekur þátt á á tímabilinu. Samtals hefur hann leikið á 53 mótum mótaröðinni frá árinu 2018, besti árangur sem hann hefur náð er 2. Sætið.

Haraldur hefur leik kl. 07:00 að íslenskum tíma á morgun, fimmtudag og kl. 12:15 að íslenskum tíma á föstudag. Sem stendur er Haraldur í 112. sæti á stigalista mótaraðarinnar.

Í lok tímabilsins komast 45 efstu inn á lokamótið sem fram fer á Mallorca á Spáni. Að því móti loknu fá 20 efstu á stigalistanum keppnisrétt á DP World Tour – sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í karlaflokki í Evrópu.

Hér má fylgjast með rástímum, skori og stöðu úr móti helgarinnar

Við óskum Haraldi Franklín alls hins besta í Austurríki um helgina

Golfklúbbur Reykjavíkur