Haraldur Franklín Magnús hóf keppni á Opna ástralska mótinu (ISPS HANDA Australian Open) í nótt, hann lék fyrsta hringinn á pari vallarins – 72 höggum. Mótið er hluti af DP World Tour atvinnumótaröðinni fer fram á The Lakes vellinum í Sydney og stendur fram á sunnudag, 3. desember, keppni í mótinu fer fram á tveimur völlum – The Australian Golf Club og The Lakes GC.
Þetta er annað mót Haraldar á DP World Tour mótaröðinni í Ástralíu en í síðustu viku endaði hann í 33. – 39. sæti á meistaramóti Ástralíu (Australian PGA Championship) sem fram fór á Royal Queensland vellinum í Brisbane.
Hér má fylgjast með rástímum, skori og stöðu keppenda á móti helgarinnar
Við sendum góðar kveðjur hinu megin á hnöttinn og fylgjumst spennt með framhaldinu!
Golfklúbbur Reykjavíkur