Haraldur Franklín leikur á sínu fyrsta móti á tímabilinu

Haraldur Franklín Magnús tekur nú þátt á sínu fyrsta móti á tímabilinu á Challenge Tour. Mótið, UAE Challenge mótinu, fer fram á Saadiyat Beach vellinum í Abu Dabí – Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Haraldur kom inn af biðlista fyrir mótið og mætti beint til leiks – án þess að taka æfingahring á vellinum. Hann lék fyrsta hringinn á tveimur yfir pari eða 74 höggum, annan hringinn lék hann svo á 69 höggum eða 3 undir pari og er því á samtals -1 eftir tvo hringi og á því möguleika á að komast í gegnum niðurskurð.

Hér má fylgjast með rástímum, skori og stöðu keppenda á mótinu

Gangi þér vel Haraldur!
Golfklúbbur Reykjavíkur