Haraldur Franklín var á meðal keppenda á Kaskáda Golf Challenge mótinu sem leikið var á Kaskáda Golf Resort, Brno, í Tékklandi um liðna helgi. Mótið er hluti af Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu.
Haraldur lék gott golf og var á meðal 10 efstu fyrir lokahringinn sem fór fram í gær, hann endaði jafn í 19. sæti á samtals -3, hringina fjóra lék hann á 70-72-67-72.
Þetta er fjórða mótið sem Haraldur tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni þetta tímabil, samtals hefur hann tekið þátt á 50 mótum á mótaröðinni frá árinu 2018. Besti árangur sem hann hefur náð er 2. sætið.
Næsta mót sem Haraldur tekur þátt í er Open de Bretagne sem fram fer í Frakklandi um næstu helgi.
Lokastöðu í Kaskáda Golf Challenge má sjá hér
Við óskum Haraldi til hamingju með árangur helgarinnar.
Golfklúbbur Reykjavíkur