Haraldur Franklín Magnús átti góðu gengi að fagna á Czech Challenge mótinu sem leikið var á Royal Beroun golfvellinum í Tékklandi um liðna helgi. Haraldur var í þriðja sæti fyrir lokahringinn og endaði jafn í 12. sæti þegar keppni lauk á laugardag. Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst voru einnig meðal keppenda á mótinu. Axel endaði í 62. sæti en Guðmundur Ágúst komst ekki í gegnum niðurskurð í þetta sinn.
Haraldur Franklín lék frábært golf fyrstu þrjá hringina og var í þriðja sæti á samtals -18 fyrir lokahringinn. Lokahringinn lék hann á +1 sem skilaði honum í 12. sæti. Haraldur hefur leikið á alls 18 mótum á Áskorendamótaröðinni það sem af er þessu tímabili og í sjö skipti hefur hann náð í gegnum niðurskurðinn, besti árangur sem hann hefur náð er 9. sætið sem hann náði á UAE Challenge mótinu sem fór fram á Saadiyat Beach vellinum í Abu Dhabi í apríl.
Hér má sjá stöðuna úr móti helgarinnar
Flottur árangur hjá okkar manni um helgina – til hamingju!
Golfklúbbur Reykjavíkur