Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst hefja leik í S-Afríku í dag

Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefja báðir leik á Limpopo Championship sem hefst í dag. Mótið fer fram á Euphoria golfsvæðinu í Limpopo í Suður-Afríku og er lokadagurinn á sunnudag, 3. apríl. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, Challengetour, sem er næst sterkasta mótaröð í karlaflokki í Evrópu.

Hér má sjá skor og stöðu keppanda á mótinu

Þeir Haraldur og Guðmundur kepptu báðir á SDC Open í síðustu viku sem fór einnig fram í Limpopo en á Zebula golfsvæðinu. Þar varð Haraldur einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á -3 samtals en Guðmundur Ágúst lék á -1 samtals og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Við óskum strákunum alls hins besta á vellinum í S-Afríku um helgina.

Golfklúbbur Reykjavíkur