Haraldur Franklín tekur þátt á DP World Tour mótum í Ástralíu

Haraldur Franklín Magnús tekur þátt á tveimur mótum á DP World Tour atvinnumótaröðinni í Ástralíu á næstu dögum. Mótaröðin er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu en Haraldur fékk boð um að taka þátt með skömmum fyrirvara. Á meðal keppenda eru margir heimsþekktir kylfinga.

Fyrra mótið, Fortinet Australian PGA Championship, er leikið dagana 23. – 26. nóvember og fer keppni fram á Royal Queensland vellinum í Brisbane. Haraldur Franklín verður í ráshóp með tveimur áströlskum keppendum fyrstu tvo keppnidagana. Þeir hefja leik kl. 7:10 að morgni fimmtudagsins 23. nóvember að staðartíma í Ástralíu – sem er kl. 20:10 í kvöld, miðvikudag, hér á Íslandi.

Sýnt verður frá mótinu á Viaplay.is og er hægt að fylgjast með skori og stöðu keppenda hér

Seinna mótið, Opna ástralska mótinu (ISPS HANDA Australian Open), er leikið dagana 30. nóvember – 3. desember og verður þá keppt á á The Lakes vellinum í Sydney.

Haraldur Franklín lék á lokaúrtökumótinu fyrir DP World Tour nýverið þar sem hann komst í gegnum niðurskurð og endaði í 77. sæti. Með þeim árangri náði hann að tryggði sér keppnisrétt á flestum mótum á Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni, á næsta tímabil.

Mótin framundan eru frábær tækifæri fyrir Harald og óskum við honum alls hins besta!

Golfklúbbur Reykjavíkur