Haraldur Franklín þriðji á biðlista fyrir Copenhagen Challenge

Haraldur Franklín Magnús lék á sínu öðru móti á keppnistímabili Áskorendamótaraðarinnar, B-NL Challenge, fyrir helgina en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á tveimur höggum yfir pari, 71-73 en niðurskurðinn miðaðist við eitt högg undir pari.

Haraldur lék á sínu fyrsta móti í Abu Dhabi og endaði þá í 25. sæti og er nú þriðji á biðlista fyrir Copenhagen Challenge sem leikið verður dagana 25. – 28. maí í Kaupmannahöfn.

Hægt er að fylgjast með upplýsingum um Copenhagen Challenge hér

Golfklúbbur Reykjavíkur