Haraldur Franklín Magnús tryggði sér sæti um helgina á lokaúrtökumótinu fyrir DP World atvinnumótaröðina í karlaflokki sem hefst næstkomandi föstudag, 10. nóvember. Haraldur lék frábærlega á seinni tveimur hringjunum og lauk leik á samtals -7 sem skilaði honum í 7. sæti á Fontanals vellinum. Lokahögg Haraldar á mótinu skilaði honum erni á 122 metra færi.
Lokaúrtökumótið hefst næstkomandi föstudag, 10. nóvember, þar verða leiknir 6 hringir á jafnmörgum keppnisdögum. Á lokaúrtökumótinu keppa 156 kylfingar og fá 25 efstu kylfingarnir keppnisrétt á DP World Tour á næsta tímabili.
Haraldur Franklín er sjötti kylfingurinn frá Íslandi sem kemst inn á lokaúrtökumótið á DP World Tour. Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru þeir íslensku kylfingar sem hafa áður tryggt sér keppnisrétt á DP World Tour á lokaúrtökumótinu.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Axel Bóasson léku einnig á 2. stig úrtökumótsins um helgina en komust ekki áfram inn á lokaúrtökumótið.
Sjá frétt af 2. stigi úrtökumóts á golf.is
Við óskum Haraldi Franklín innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með honum á lokaúrtökumóti.
Golfklúbbur Reykjavíkur