Það er komið að síðasta viðburði GR kvenna þetta sumarið, sjálfu Haustmóti GR kvenna.
Haustmótið verður haldið sunnudaginn 11. september á Korpu þar sem leiknar verða 18 holur og verða lykkjur mótsins Áin/Landið. Ræst verður út af öllum teigum kl. 10:00, mæting kl. 09:00. Keppnisfyrirkomulag mótsins er punktakeppni, hámarksforgjöf er 32.
Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í mótinu en einnig fá sæti 12, 21, 39 og 52 verðlaun. Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 brautum og lengsta drive á 26. braut á Landinu. Dregið verður úr skorkortum að leik loknum.
Skráning í mótið hefst kl. 12:00 mánudaginn 5. september í mótaskrá á Golfbox og má finna skráningarhlekk hér
Ath! Réttir rásteigar verða sendir til keppenda á laugardag.
Mótsgjald er kr. 6.000 og þarf að millifæra greiðslu inn á reikning 0370-22-045208, kt. 230781-3899 (Guðrún Íris Úlfarsdóttir).
Innifalið í mótsgjaldi er teiggjöf og hádegisverður.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kvennanefnd