Haustmót GR kvenna leikið á fallegum sunnudegi á Grafarholtinu

Haustmót GR kvenna var leikið á sunnudag í fallegu veðri og tóku tæplega 90 konur þátt. Í lok móts var haldið lokahóf kvennastarfs í Grafarholtsskála þar sem veitt voru verðlaun fyrir Sumar- og Haustmótaröð GR kvenna og viningshafa dagsins sömuleiðis krýndir.

Helga Friðriksdóttir fékk verðlaun fyrir besta skor dagsins en hún og Guðný María Guðmundsdóttir voru jafnar á 86 höggum og vann Helga þar sem hún var betri á seinni 9. Í verðlaun var farandbikar –  gisting á Hótel Óðinsvé í deluxe herbergi með morgunmat, Nike golfskó og freyðivín. Til hamingju Helga!

Önnur úrslit úr Haustmótinu voru þessi:

PUNKTAKEPPNI

1.sæti – Sólveig Jóhanna Haraldsdóttir með 38 punkta.
Verðlaun – 3ja rétta kvöldverður fyrir tvo á Edition hóteli, Nike golfskó, fótsnyrtingu og freyðivín.

2.sæti – Laufhildur Harpa Óskarsdóttir með 35 punkta.
Verðlaun – 20þús kr gjafabréf á Sjávargrillið, fótsnyrting og freyðivín.

3.sæti – Berglind Þórhallsdóttir með 35 punkta. Verðlaun – Brunch á Hnoss fyrir 4 og freyðivín

4.sæti – Björk Viðarsdóttir með 35 punkta. Verðlaun – Bioeffect hydrating sett

5.sæti – Martha Óskarsdóttir með 35 punkta. Verðlaun – Bioeffect hydrating sett

6.sæti – Guðný María Guðmundsdóttir Verðlaun – Bioeffect hydrating sett

NÁNDARVERÐLAUN – Advania pakki með Chilly’s brúsa og handklæði

2 braut: Guðrún Másdóttir – 1,37m
6 braut: Margrét Elísabet – 2,15m
11 braut: Guðrún Ýr Birgisdóttir – 3,19m
17 braut: Úlfhildur Elísdóttir – 2,55m

LENGSTA DRIVE – Melkorka Knútsdóttir – c.a. 180m
Verðlaun Advania pakki með Chilly’s brúsa og handklæði

Hér má svo skoða myndir úr lokahófinu – takk Frosti!