Haustmót GR kvenna í samstarfi við TA sport ferðaskrifstofu verður haldið laugardaginn 14. september í Grafarholtinu. Skráning hefst mánudaginn 2. september kl. 12:00.
Mótið er punktamót og höggleikur, ræst út af öllum teigum kl. 10:30.
Byrjum daginn á að fá okkur morgunverð að hætti KH klúbbhús fyrir hringinn og að móti loknu er lokahóf í klúbbhúsinu þar sem við slúttum sumrinu með mat og skemmtun. Í ár verður boðið uppá nautakjöt og bernaise og einnig er vegan kostur fyrir þær sem það kjósa.
Minnum á Facebook síðu GR kvenna fyrir nánari upplýsingar
Skráning í Haustmót fer fram í Golfbox og með greiðslu mótsgjalds inná reikning 0370-22-045208 kt. 230781-3899. Við munum eyða út skráningum í Golfbox þar sem greiðsla hefur ekki fylgt skráningu. Mótsgjald er 7.500 kr fyrir haustmótið en þær sem einnig tóku þátt í sumarmótaröð GR kvenna greiða 3.500 kr.
Nánari upplýsingar um mótið má finna í Golfbox – Haustmót GR kvenna
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar í síðasta móti sumarsins.
Kvennanefnd GR