Haustmótaröð GR kvenna og Golfa.is – spilað verður á þriðjudögum

Kvennanefnd GR  kynnir 9 holu Haustmótaröð GR kvenna og Golfa.is sem hefst þriðjudaginn 15. ágúst og verða leiknir fjórir hringir. Allir hringir verða leiknir á Korpu og á þeirri lykkju sem er 9 holur þann daginn. Keppt verður í tveim flokkum – forgjöf 0-31,9 og 32-54.

Mótið er punktakeppni, spilað er 4 skipti og 2 bestu skiptin gilda. Við hvetjum allar konur til að taka þátt, skiptir ekki þó þú missir af hring því 2 bestu hringir gilda.

Athugið!

  • Konur skrá sig sjálfar rástíma (eins og í Sumarmótaröð)
  • Tilkynna verður hollinu áður en lagt er af stað að þú sért að taka þátt í móti
  • Skor skal staðfest af meðspilara(þarf ekki að vera þátttakandi á mótinu) með því að kvitta á skorkortið
  • Skila þarf útfylltu skorkorti með nafni og GolfBox númeri í prósjóppuna í merktum kassa þar

Þátttökugjald er kr. 4.500 og leggst inn á reikning kvennanefndar (Guðrún Íris) 0370-22-045208 kt 230781-3899. Þegar mótsgjald hefur verið greitt ertu skráð í mótið. Innifalið í mótsgjaldi er lokahóf GR kvenna sem haldið verður þann 17. september

Leikið verður á eftirfarandi dagetningum:

  • 15 ágúst
  • 22 ágúst
  • 29 ágúst
  • 5 september

Ef konur hafa einhverjar fyrirspurnir vinsamlegast sendið þær með tölvupósti á netfangið grkvennanefnd@gmail.com

Klárum sumarið saman!
Kvennanefnd GR