Liðakeppni 65 ára og eldri
Í þessari keppni er keppt í tveggja manna liðum. Hver leikur er 9 holur, leikið er á Korpu og samanlagður punktafjöldi ræður úrslitum á hverri holu en þetta er holukeppni.
Tuttugu lið tóku þátt í keppninni í ár. Dregið var í tvær fyrstu umferðirnar um mótherja, en eftir það var raðað eftir stöðu í keppninni þannig að lið með svipaðan vinningafjölda mættist.
Í lok sumars mættust fjögur sigursælustu liðin í útsláttarkeppni um sigurinn í mótinu.
Liðin sem komust áfram voru Hinir heppnu, Bráðin, Tengdó og St. Cloud. Leikmennirnir á bak við liðsnöfnin eru Hans Isebarn og Daði Kolbeinsson (hinir heppnu), Guðmundur Rúnar Bragason og Sigurdór Stefánsson (bráðin), Guðmundur S. Guðmundsson og Ragnar Ólafsson (tengdó) og Birgir Guðbjörnsson og Walter Hjartarson (St. Cloud).
Hinir heppnu og Bráðin unnu sína leiki í undanúrslitum og mættust í úrslitaleik þar sem hinir heppnu kylfingar í liðinu Hinir heppnu unnu góðan sigur.