Hjóna- og parakeppni GR 2024 – skráning hefst á fimmtudag kl. 13:00

Hjóna- og parakeppni Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldin í Grafarholti mánudaginn 17. júní. Mótið er innanfélagsmót. Keppnisfyrirkomulag er Greensome þar sem tvö leika saman í liði. Til að mynda liðsforgjöf fær liðið 40% af leikforgjöf hærri leikmans og 60% af lægri leikforgjöf. Hámarksforgjöf karla er 24 og hjá konum 28.

Ræst er út samtímis af öllum teigum kl. 08:00, mæting kl. 07:00.

Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin auk nándarverðlauna á öllum par 3 holum vallarins.

Skráning í mótið hefst í mótaskrá Golfbox fimmtudaginn 6. júní, kl. 13:00

Mótsgjald er kr. 7.150 á mann og greiðist hjá veitingasala þegar mætt er til leiks. Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar að móti loknu og verður boðið upp á:

  • Rækjukokteill og risarækja með hvítvínssósu, eggi og melónu ásamt brauðkörfu
  • Heilsteiktur nautavöðvi með bátakartöflum, blönduðu rótargrænmeti, klettasalati og bernaise
  • Blandaðir sætir bitar og kaffi

Pylsu partý!!!
Boðið upp á pylsur á 1. og 10. teig á meðan á leik stendur.

Hæ hó jibbí jei, það styttist í Hjóna- og para!
Golfklúbbur Reykjavíkur