Hola í höggi á Korpu veitir 20.000 Vildarpunkta hjá Icelandair

Andrés Kristjánsson var svo heppinn að fara holu í höggi á 6. braut Korpunnar þann 10. júní síðastliðinn og hefur eignast 20.000 Vildarpunkta hjá Icelandair. Fleiri kylfingar hafa haft heppnina með sér í sumar og skilaði inn korti sem veitir þennan frábæra bónus en Icelandair gefur öllum kylfingum sem fara holu í höggi á Korpunni í sumar 20.000 Vildarpunkta sem hægt er að nýta í næstu ferð.

Ef þú hefur heppnina með þér þá sendirðu mynd af skorkorti, undirrituðu af ritara ásamt mynd af þér eftir draumahöggið í tölvupósti merktur „Hola í höggi“ til dora@grgolf.is – Icelandair mun svo millifæra 20.000 Vildarpunkta í framhaldinu.

Við óskum Andrési til hamingju með draumahöggið!

Golfklúbbur Reykajvíkur í samstarfi við Icelandair