Haraldur Franklín hefur leik á þriðja mótinu í S-Afríku

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur hefur hafið leik á þriðja móti Áskorendamótaraðarinnar í S-Afríku. Mótið heitir Jonsson Workwear Open og verður leikið á tveimur völlum – Durban Country Club og Mount Edgecombe Countryclub.

Haraldur hóf leik á Durban Country rétt eftir kl. 10 á íslenskum tíma. Á morgun mun Haraldur leika annan hringinn á Mount Edgecombe, sem að hans sögn er frekar langur og opinn völlur.

Hægt er að fylgjast með skori og stöðu keppenda hér

Við óskum Haraldi Franklín alls hins besta á völlunum í S-Afríku um helgina.

Golfklúbbur Reykjavíkur