Innanfélagsmót 70 ára og eldri – fyrsta umferð leikin á föstudag

Fyrsta umferð í Innanfélagsmóti 70 ára og eldri verður leikin á föstudag 23. Júní. Mótið er 9 holur og verður lykkja dagsins, Áin, leikin. Ræst verður út frá kl. 08:30-11:15.

Keppt er í punktakeppni og höggleik karla og kvenna og eru verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin. Nándarverðlaun verða einnig veitt þeim sem er næst/ur holu á par 3 holum vallar.

Í lok sumars verður punktahæsti kylfingurinn í karla- og kvennaflokki útnefndur sigurvegari fyrir mótaröð sumarsins.

Leikdagsetningar fyrir sumarið 2023 eru þessar:

  • 23.júní
  • 14.júlí
  • 4.ágúst
  • 25.ágúst

Opnað hefur verið fyrir skráningu í fyrstu umferð og fer hún fram á Golfbox og í golfbúðinni á Korpu. Kylfingar greiða mótsgjald, kr. 1.000 hjá mótsstjóra þegar mætt er til leiks.

Mótsstjóri er Karl Jóhannsson