Fyrsta umferð í Innanfélagsmóti 70 ára og eldri verður leikin miðvikudaginn 25. maí. Þetta er fyrsta umferð af fimm og verða allar umferðir leiknar 9 holum Korpunnar. Keppt er í Stableford punktakeppni og leika allir keppendur af rauðum teigum.
Punktahæsti kylfingurinn í karla- og kvennaflokki verður útnefndur sigurvegari fyrir mótaröðina. Auk þess verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna fyrir hvert mót. Nándarverðlaun verða veitt þeim sem er næst/ur holu á par 3 holum vallar í hverri umferð.
Skráning fer fram á Golfbox og í golfbúðinni á Korpu, opnað verður fyrir skráningu miðvikudaginn 18. maí kl. 12:00. Kylfingar greiða mótsgjald, kr. 1.000 hjá mótsstjóra þegar mætt er til leiks.
Verðlaunaafhending fyrir hvern leikdag fer fram í lok dags og verða verður einnig dregið úr skorkortum.
Mótsstjóri er Karl Jóhannsson.
Hvetjum alla 70 ára og eldri kylfinga klúbbsins til að skrá sig til leiks!
Golfklúbbur Reykjavíkur