Innanfélagsmót 70 ára og eldri: lokaumferð fór fram í gær – stigameistarar krýndir

Lokaumferð í Innanfélagsmóti 70 ára og eldri var leikin í gær, ræst var út frá kl. 08:30-11:00 og fór keppni fram á Ánni. Alls hafa verið leiknar fimm umferðir og í dag, eftir síðustu umferð, voru stigameistarar 70 ára og eldri einnig krýndir.

Í móti gærdagsins voru það Guðmundur S. Guðmundsson og Óli Viðar Thorstensen sem voru hæstir á 20 punktum í karlaflokki. Guðmundur og Óli Viðar voru einnig tveir af fjórum sem voru hæstir á stigalista karla, ásamt þeim voru það Ragnar Ólafsson og Sveinn Sveinsson sem voru hæstir á lista eftir sumarið.

Í kvennaflokki var Magdalena M. Kjartansdóttir best á 19 punktum í mótinu í gær, Magdalena er jafnframt stigameistari kvenna 70 ára og eldri.

Þar sem fjórir voru efstir í karlaflokki var dregið um bikarinn og var það Guðmundur S. Guðmundsson sem hlaut hann.

 

Við óskum stigameisturum og sigurvegurum úr mótum sumarsins innilega til hamingju með sinn árangur. Eldri kylfingum klúbbsins þökkum við kærlega fyrir þátttökuna í sumar og mótsstjórn fyrir gott utanumhald.

Golfklúbbur Reykjavíkur