Innanfélagsmótaröð 70 ára og eldri lauk á föstudag – Guðmundur og Inga Jóna stigameistarar

Síðastliðinn föstudag fór lokaumferð fram í Innanfélagsmóti 70 ára og eldri en leiknir voru alls fimm í sumar. Mótin hafa verið vel sótt af eldri kylfingum klúbbsins enda vel utan um þau haldið og var verðlaunaafhending haldin í lok hvers móts. Keppt var í punktakeppni karla og kvenna ásamt því að verðlaun voru veitt fyrir besta skor, á föstudag voru svo stigameistarar sumarsins krýndir en það voru þau Guðmundur Stefán Jónsson og Inga Jóna Stefánsdóttir – við óskum þeim til hamingju með sigurinn.

Stigalista eldri kylfinga má sjá hér:

Stigalisti karla 

Stigalisti kvenna

Félagsstarf eldri kylfinga heldur áfram í vetur þar sem mánaðarlegt bingó verður á dagskrá en það hefur verið liður í vetrarstarfi félagsins undanfarin ár. Átta umferðir eru leiknir í hvert sinn og ávallt flottir vinningar í boði. Fyrsta bingó vetrarins verður haldið föstudaginn 6. október og eru allir eldri kylfingar félagsins hvattir til að mæta og taka þátt.

Upplýsingar um starf eldri kylfinga félagsins má sjá hér

Við óskum vinningshöfum sumarsins til hamingju og þökkum öllum keppendum fyrir þátttökuna. Einnig þökkum við nefndinni fyrir frábær störf fyrir eldri kylfinga klúbbsins.

Golfklúbbur Reykjavíkur