Ísland keppir á Heimsmeistaramóti stúlknalandsliða – World Junior Girls Championship í Kanada

Íslenska stúlknalandsliðið í golfi keppir á heimsmóti stúlknalandsliða 2023, World Junior Girls Championship, sem hófst í gær og stendur fram á laugardag. Keppni fer á Brampton vellinum í Kanada dagana og er þetta í fyrsta sinn sem íslensku liði er boðið að taka þátt. Lið Íslands er skipað þeim Perlu Sól Sigurbrandsdóttir, GR, Helgu Signý Pálsdóttir, GR og Pamelu Ósk Hjaltadóttir, GM.

Alls eru 21 þjóðir sem taka þátt, tvö lið eru frá Kanada og eru liðin því alls 22 og eru keppendur eru 66 alls. Mótið er einstaklings – og liðakeppni og verða leiknar 72 holur í höggleik. Tvö bestu skorin telja á hverjum hring í liðakeppninni.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit í einstaklingskeppninni:
Smelltu hér fyrir stöðuna í liðakeppninni:

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ, og Baldur Gunnbjörnsson sjúkraþjálfari, eru með íslenska liðinu í Kanada.

Fylgjast má með uppfærðum fréttum af mótinu á vef Golfsambandsins

Gangi ykkur vel stelpur!
Golfklúbbur Reykjavíkur