Íslandsmót eldri kylfinga 2022 fór fram á Akureyri dagana 14. – 16. júlí. Mikill áhugi var á mótinu og keppt var í fjórum flokkum.
Jón Karlsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði Íslandsmeistaratitilinn í flokki 50 ára og eldri en hann lék á samtals 220 höggum. Jafnir í 2. – 3. sæti á samtals 224 höggum voru þeir Ólafur Jóhannesson úr GSE og Helgi Eiríksson úr GE.
Við óskum Jóni innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og öðrum keppendum til hamingju með sinn árangur.
Áfram GR!