Íslandsmót golfklúbba – 1. deild kvenna 50+, úrslit

Keppni á Íslandsmóti golfklúbba 2024 í 1. deild kvenna 50+ var leikin á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Hellu dagana 22.-24. ágúst. Sveit GR lék til úrslita um sigurinn gegn GKG. Þar hafði GKG betur 4-1.

Lokastaðan í 1. deild kvenna +50 varð þessi:

  1. GKG, Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar
  2. GR, Golfklúbbur Reykjavíkur
  3. GK, Golfklúbburinn Keilir Hafnarfjörður
  4. NK, Nesklúbburinn, Seltjarnarnes.
  5. GO, Golfklúbburinn Oddur
  6. GL, Golfklúbburinn Leynir, Akranes
  7. GKB, Golfklúbbur Kiðjabergs.
  8. GM, Golfklúbbur Mosfellsbæjar* – fellur í 2. deild

Við óskum stelpunum okkar til hamingju með flottan árangur á Íslandsmóti.

Áfram GR