Íslandsmót golfklúbba 1. deild – sveitir GR í verðlaunasætum

Íslandsmót golfklúbba í 1. deild karla og kvenna var leikið um liðna helgi, sveitir GR kepptu um verðlaunasæti í báðum flokkum og fór svo að GR endaði í 3. sæti í 1. deild karla og 2. sæti í 1. deild kvenna – flottur árangur hjá okkar fólki og óskum við þeim innilega til hamingju.

Keppni í 1. deild karla fór fram á Jaðarsvelli hjá Golfklúbbi Akureyrar og fagnaði Golfklúbbur Mosfellsbæjar sigri í fjórða sinn. Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Golfklúbbur Akureyrar léku til úrslita þar sem að GM hafði betur 3-2 í spennandi leik.

Keppni í 1. deild kvenna var leikin á Hólmsvell í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja, þar fagnaði Golfklúbbur Mosfellsbæjar einnig sigri og það í fimmta sinn.

Allar upplýsingar um úrslit leikja er hægt að finna á vef Golfsambandsins:

Íslandsmót golfklúbba – 1. deild karla

Íslandsmót golfklúbba – 1. deild kvenna

Við óskum félögum okkar í Golfklúbbi Mosfellsbæjar innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitlana!

Golfklúbbur Reykjavíkur