Keppni á Íslandsmót klúbba 12 ára og yngri lauk í gær. Leikið var á Bakkakoti í Mosfellsbæ, í golfhermum GKG og á Sveinskotsvelli hjá Golfklúbbnum Keili. Fjögur flott lið kepptu fyrir hönd GR í fjórum ólíkum deildum og náðu flottum árangri, ásamt því að vera til fyrirmyndar bæði innan sem utan vallar.
Árangur liða GR og leikmenn þeirra má sjá hér:
Hvíta GR liðið – 4. sæti
Gunnar Ágúst Snæland, Ísak Hrafn Jónasson, Jóhannes Rafnar Steingrímsson, Kári Hrafn Viðarsson, Magnús Torfi Sigurðsson, Tómas Númi Sigurbjörnsson
Rauða GR liðið – sigurvegarar
Benedikt Örn Harðarson, Emil Örn Einarsson, Pétur Franklín Atlason, Sigurður Markús Sigurðarson, Styrmir Ragnarsson
Græna GR liðið – 2. sæti
Bjartmar Atlason, Brynjólfur Þór Þorsteinsson, Guðmundur Jón Elíasson, Sævar Hrafn Garðarsson
Gráa GR liðið – 3. sæti
Bergdís Freyja Valsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Sesselja Guðmundsdóttir, Sólrún María Sigurþórsdóttir
Tengla á öll úrslit og stöðu má sjá hér í frétt á golf.is
Við óskum liðunum okkar öllum innilega til hamingju með flott og skemmtilegt mót.
Áfram GR