Íslandsmót golfklúbba 14 ára og yngri – flottur árangur hjá liðum GR

Keppni á Íslandsmóti golfklúbba í aldursflokknum 14 ára og yngri fór fram á Strandarvelli á Hellu um liðna helgi, dagana 26.-28. júní. Keppt var í stúlkna – og piltaflokki.

Ellefu lið tóku þátt í keppni drengja 14 ára og yngri og voru leikmenn frá 12 klúbbum.

Golfklúbburinn Keilir (Hraun) varð Íslandsmeistari golfklúbba 2024 í drengjaflokki, Golfklúbbur Reykjavíkur í öðru sæti og Golfklúbbur Akureyrar (A) varð í þriðja sæti.

Sjá úrslit í drengjaflokk hér

Í keppni stúlkna tóku sjö lið þátt en leikmenn voru frá alls níu golfklúbbum.

Golfklúbburinn Keilir, Hvaleyri, er Íslandsmeistari golfklúbba 2024 í stúlknaflokki U14 ára. Golfklúbbur Mosfellsbæjar varð í öðru sæti og Golfklúbbur Reykjavíkur í því þriðja.

Lokastaðan er hér fyrir neðan.

Sjá úrslit í stúlknaflokki hér

Við óskum sigurvegurum til hamingju og okkar ungu og efnilegu kylfingum til hamingju með frábæran árangur!

Golfklúbbur Reykjavíkur