Íslandsmót golfklúbba 2024 í 1. deild kvenna var leikið á Strandarvelli á Hellu dagana 25. – 27. júlí. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, varði titlinn þriðja árið í röð en þær mættu GK í úrslitaleiknum þar sem að GM sigraði 3,5 – 1,5.
Alls tóku sjö lið í 1. deild kvenna í keppninni um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2024 og var liðunum skipt í tvo riðla. Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komust í undanúrslit sem voru:
GR – GK þar sem að Keilir hafði betur, 3 – 2.
GM – GKG þar sem að GM hafði betur 3,5 – 1,5.
Lokastaðan varð þessi:
1. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
2. Golfklúbburinn Keilir, GK
3. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
4. Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar, GKG
5. Golfklúbbur Selfoss, GOS
6. Golfklúbburinn Oddur, GO
7. Golfklúbbur Skagafjarðar, GSS
Öll úrslit og stöðu úr mótinu má sjá hér
Við óskum GM til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn, öðrum vinningshöfum og okkar konum til hamingju með árangurinn.
Áfram GR!