Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram á Grafarholtsvelli um liðna helgi og áttu yngri kylfingar félagsins góðu gengi að fagna þrátt fyrir krefjandi veður. Arnór Tjörvi Þórsson og Helga Signý Pálsdóttir urðu Íslandsmeistarar í sínum flokkum og óskum við þeim innilega til hamingju með titilinn.
Í drengaflokki 17-21 árs voru það Arnór Tjörvi og Dagur Fannar, báðir úr GR, sem léku til úrslita þar sem Arnór Tjörvi sigraði 6/4 og hafnaði Dagur Fannar í 2. sæti. Í stúlknaflokki 17-21 árs voru það líka kylfingar úr GR sem spiluðu til úrslita, þær Helga Signý og Ásdís Valtýsdóttir og hafði Helga Signý betur í þeirra viðureign 1/0.
Í flokki yngri drengja lék Ingimar Jónasson til úrslita og hafnaði í 2. sæti og í flokki yngri stúlkna lék Ásta Rebekka til úrslita um 3. sætið en tapaði viðureigninni.
Við óskum þessum ungu og efnilegu kylfingum til hamingju með frábæran árangur um helgina.
Áfram GR!