Íslandsmótið í golfi 2022

Íslandsmótið í golfi hófst í Vestmannaeyjum í gær og stendur fram á sunnudag

Eftir fyrsta keppnisdag var Kristófer Orri Þórðarson úr GKG efstur í karlaflokki en í kvennaflokki er það Perla Sól Sigurbrandsdóttir frá GR sem var efst. Á eftir Perlu Sól raðast svo GR-ingarnir Ragnhildur Kristinsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Berglind Björnsdóttir. Frábær árangur hjá okkar konum á fyrsta degi!

Hægt er að fylgjast beint með rástímum, stöðu og skori frá Íslandsmóti á vef Golfsambandsins www.golf.is

Við óskum okkar fólki og keppendum öllum góðs gengis í Vestmannaeyjum um helgina!

Golfklúbbur Reykjavíkur