Íslenska karlalandsliðið á HM áhugakylfinga í liðakeppni

Íslenska karlalandsliðið í golfi tekur þátt á Heimsmeistaramótinu í liðakeppni áhugakylfinga sem hófst í gær, þar sem að keppt erum Eisenhower bikarinn.

Hákon Örn Magnússon og Sigurður Bjarki Blumenstein úr GR og Hlynur Bergsson úr GKG skipa íslenska liðið. Með þeim í för eru Ólafur Björn Loftsson afreksstjóri og Baldur Gunnbjörnsson sjúkraþjálfari.

Eftir fyrsta keppnisdag, sem leikinn var í gær, er Ísland í 14. sæti á samtals – 3. Hlynur Bergsson lék á 3 höggum undir pari vallar, Hákon Örn Magnússon á pari vallar og Sigurður Bjarki Blumenstein lék einnig á pari vallar.

Japan er með mikla forystu eftir fyrsta daginn en lið þeirra lék á 14 höggum undir pari vallar. Danir hafa titil að verja og eru líklegir til þess að verja titilinn sem hefur ekki gerst frá árinu 2014 þegar Bandaríkin náðu að verja titilinn.

Alls eru 72 þjóðir sem taka þátt í karlaflokki á Heimsmeistaramóti áhugakylfinga í liðakeppni þetta árið og hafa aðeins einu sinni áður jafnmargar þjóðir tekið þátt, í Tyrklandi árið 2012. Mótið fer nú fram í 32. skipti og hefst keppni miðvikudaginn 31. ágúst og lokadagurinn er 3. september. Keppt er á tveimur völlum. Le Golf National og Golf de Saint-Nom-La-Bretèche, sem eru rétt utan við París í Frakklandi.

Stöðu í liðakeppni er hægt að fylgjast með hér
Stöðu í einstaklingskeppni er hægt að fylgjast með hér

Upplýsingar frá mótinu eru reglulega uppfærðar í frétt á golf.is

Við óskum strákunum alls hins besta á Heimsmeistaramóti!

Golfklúbbur Reykjavíkur