J. Lindeberg bikarinn – 8 liða úrslit

Í vikunni fóru fram leikir í 8 liða úrslitum liðakeppni GR, J. Lindeberg bikarsins.

Á mánudaginn lék Minkurinn gegn Elítunni og Nafnlausa golffélagið lék gegn Nalúk.

Í útsláttarkeppninni leika 8 leikmenn í hvoru liði en leiknir eru 6 tvímenningsleikir og einn fjórleikur.

Í leik Minksins gegn Elítunni réðust úrslitin á síðasta pútti og vann Minkurinn 4-3. Þeir mæta Nalúk í undanúrslitum en Nalúk vann sinn leik 5-2.

Á þriðjudag léku Faxar gegn Ásum og Kötlur léku gegn Matgæðingum. Ásarnir unnu sinn leik nokkuð örugglega 6-1 og Kötlur unnu sinn leik 4,5-2,5. Ásar og Kötlur mætast því í undanúrslitum, en nokkrir leikmenn liðanna tengjast böndum, þ.e. hjónaböndum.

Undanúrslitin verða leikin í næstu viku.