Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Hákon Örn Magnússon sigurvegarar Leirumótsins

Leirumótið fór fram hjá Golfklúbbi Suðurnesja um helgina en mótið er annað í röðinni á tímabilinu á GSÍ mótaröðinni. Keppt var í höggleik í kvenna- og karlaflokki og voru 54 holur leiknar á þremur dögum. Golfklúbbur Suðurnesja sá um framkvæmd mótsins.

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Hákon Örn Magnússon, bæði úr GR, stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins. Lokadagurinn var mjög spennandi þar sem að úrslit réðust á lokaholunum og var mjótt á munum.

Hákon Örn lék á s amtals spilaði 206 höggum eða 10 höggum undir pari. Hann spilaði hringina þrjá á 71-69-66 höggum. Í öðru sæti ení karlaflokki varð Daníel Ísak Steinarsson úr GK á samtals 208 höggum og í þriðja sæti hafnaði Aron Emil Gunnarsson úr GOS á samtals 213 höggum.

Gríðarleg spenna var í kvennaflokki en Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir sigraði með minnsta mun á samtals 227 höggum (76-77-74) eða 11 höggum yfir pari. Ragnhildur Kristinsdóttir fylgdi Jóhönnu fast á eftir og endaði í öðru sæti aðeins einu höggi á eftir Jóhönnu Leu á samtals 26 höggum (80-76-72) . Anna Júlía Ólafsdóttir úr GKG varð þriðja í kvennaflokki á samtals höggi (77-78-76).

Verðlaunahafar fengu í verðlaun: 1. sæti var gjafabréf frá Courtyard by Marriott Hotel og golfhringir hjá GS. 2. sæti var gjafabréf frá Lighthouse Inn, gjafabréf frá ECCO og golfhringir frá GS. 3. sæti var gjafabréf frá 4×4 Adventures Iceland og golfhringir frá GS.

Lokastaðan í karlaflokki:

  1. Hákon Örn Magnússon GR: 206 högg (71-69-66) -10
  2. Daníel Ísak Steinarsson GR: 208 högg (70-66-72) -8
  3. Aron Emil Gunnarsson GOS: 142 högg (70-72-71) -3

Lokastaðan í kvennaflokki:

  1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR: 227 högg (76-77-74) +11
  2. Ragnhildur Kristinsdóttir GR: 228 högg (80-76-72) +12
  3. Anna Júlía Ólafsdóttir: 231 högg (77-78-76) +15

Öll úrslit úr mótinu má sjá hér

Við óskum okkar frábæru kylfingum innilega til hamingju með árangur helgarinnar!

Golfklúbbur Reykjavíkur