Jólabingó eldri kylfinga verður haldið næstkomandi föstudag, 13. desember og hefst stundvíslega kl. 10:30 í veitingasal Korpu. Við hvetjum fólk til að mæta um kl. 10:00 og æfa púttið á efri hæð áður en mætt er niður í kaffi og með því.
Bingó er liður í vetrarstarfi eldri kylfinga klúbbsins, 65 ára og eldri og hafa þessir viðburðir verið vel sóttir, enda vel að þeim staðið og ávallt flottir vinningar í boði.
Við hvetjum alla þá kylfinga sem hafa náð 65 ára aldri til að mæta í jólabingó og taka þátt í samverustund fyrir hátíðirnar!
Kveðja,
Bingónefnd