Jón Karlsson tók þátt í atvinnumannamóti á Marbella

Jón Karlsson, PGA golfkennari úr GR tók þátt á móti sem leikið var á Senior Golf Tour Europe dagana 22. – 24. nóvember, keppni fór fram á Fairplay vellinum í Malaga. Nonni náði þeim árangri að komast í bráðabana um fyrsta sætið en tapaði leiknum, verðlaunaupphæð mótsins var 1100€.

Senior Golf Tour Europe er einstök mótaröð þar sem bæði atvinnukylfingar og áhugamenn keppa á jafnréttisgrundvelli. Mótið hefst með fjórmenningi, þar sem kylfingar mynda lið og spila 18 holur saman. Því næst tekur við einstaklingskeppni 36 holu höggleikur. Völlurinn var í mjög góðu ástandi en vindur mikill á seinni keppnisdegi.

Það sem gerir Senior Golf Tour Europe sérstakt er meðal annars breiddin í keppendahópnum en á meðal þátttakenda eru PGA-golfkennarar, atvinnukylfingar sem sem tekið hafa þátt á helstu mótaröðum ásamt áhugamönnum sem sækjast eftir spennandi keppnisupplifun.

Mótaröðin hefur vaxið hratt að vinsældum meðal kylfinga yfir 50 ára, sem vilja halda áfram að keppa. Þar er öllum opið að taka þátt, hvort sem fólk keppir á háu stigi eða er einfaldlega með ástríðu fyrir íþróttinni.

Sjá meira um Senior Golf Tour Europe hér

Til hamingju með flottan árangur Nonni!