Karl Ómar Karlsson ráðinn íþróttastjóri klúbbsins

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur ráðið Karl Ómar Karlsson sem íþróttastjóra klúbbsins.

Karl Ómar er menntaður grunn- og framhaldsskólakennari og PGA golfkennari, en hann lauk PGA námi í Svíþjóð á árinu 2003.  Hann hefur starfað við golfkennslu í yfir þrjá áratugi og þar af jafnframt sem íþróttastjóri í um tvo áratugi, hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.

Hann er GRingur að upplagi.  Meginverkefni hans sem íþróttastjóri verður að skipuleggja og stýra barna-, unglinga- og afreksstarfi klúbbsins.

Við í GR bjóðum Karl Ómar hjartanlega velkominn til starfa hjá GR og væntum mikils af samstarfinu við hann.