Customize Consent Preferences

Þessi vefur nýtir sér vafrakökur (e. web cookies) til að bæta virkni hans og hjálpa stjórnendum vefsins að greina notkun hans.

Það er stefna Golfklúbbur Reykjavíkur að nota vafrakökur með ábyrgum hætti.

Allar persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við persónuverndarlög.... 

Always Active

Necessary cookies are required to enable the basic features of this site, such as providing secure log-in or adjusting your consent preferences. These cookies do not store any personally identifiable data.

No cookies to display.

Functional cookies help perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collecting feedback, and other third-party features.

No cookies to display.

Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics such as the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.

No cookies to display.

Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.

No cookies to display.

Advertisement cookies are used to provide visitors with customized advertisements based on the pages you visited previously and to analyze the effectiveness of the ad campaigns.

No cookies to display.

Keppni um Korpubikarinn hefst á morgun – gríðarlega sterkur keppendahópur

Keppni um Korpubikarinn, sem leikinn er í samvinnu við First Water, hefst á Korpúlfsstaðavelli á morgun, föstudaginn 31. maí. Mótið er fyrsta mót tímabilsins á GSÍ mótaröðinni og verða leiknar 54 holur eða þrír keppnishringir á þremur dögum.

Keppendahópurinn er gríðarlega sterkur, þar sem að fremstu atvinnukylfingar landsins eru á meðal keppenda – ásamt bestu áhugakylfingum Íslands.

Rástímar fyrir fyrsta keppnisdag hafa verið birtir og má sjá rástímana hér.

Í karlaflokki eru 66 keppendur. Þar er meðalforgjöf keppenda +1.3, lægsta forgjöfin er +6 og hæsta forgjöfin er 1.3. Í karlaflokki eru 43 keppendur með 0 eða lægra í forgjöf. Meðaldur keppenda í karlaflokki er tæplega 27 ár, elstu keppendurnir eru 55 ára og sá yngsti er 15 ára.

Hægt verður að fylgjast með skori og stöðu keppenda hér

Atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson eru á meðal keppenda – en þeir hafa leikið á Challenge Tour á þessu tímabili, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Axel hefur titil að verja á þessu móti en hann er þrefaldur Íslandsmeistari í golfi. Haraldur Franklín hefur einnig sigrað á Íslandsmótinu í golfi. Logi Sigurðsson, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, er á meðal keppenda og Kristján Þór Einarsson, sem sigrað hefur tvívegis á Íslandsmótinu tekur einnig þátt.

Í kvennaflokki eru atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir á meðal keppenda. Þær hafa báðar leikið á LET Access atvinnumótaröðinni á þessu ári, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu. Ragnhildur er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi en Guðrún Brá hefur þrívegis fagnað þeim titli.   Meðalforgjöfin í kvennaflokki er 0.2 en alls eru 21 leikmenn í kvennaflokki. Meðalaldurinn er 21 ár, þrír keppendur eru 15 ára og elsti leikmaðurinn er 32 ára.

Keppendur eru alls 87, og koma þeir frá 11 klúbbum víðsvegar af landinu.

GR er með flesta keppendur í mótinu eða 29 alls, GKG og GM eru báðir með 12 keppendur og GK er með 10. Sjö klúbbar eru með keppendur í kvenna -og karlaflokki.

Spennandi helgi framundan og hvetjum við alla áhugasama til að mæta á Korpu og fylgjast með keppni.

Golfklúbbur Reykjavíkur