N1 Unglingamótið – keppnistímabili barna og unglinga lauk á sunnudag

Á sunnudag lauk lokamóti barna og unglinga á tímabilinu þegar N1 Unglingamótið og Golf14 í samstarfi við N1 var leikið á öllum lykkjum Korpunnar. Það var gaman að sjá hve margir skráðu sig til leiks og kepptu fyrir klúbbinn á heimavellinum, þjálfarateymi klúbbsins er virkilega stolt af hópnum og stóðu margir ungir GR-ingar sig hörkuvel og náðu verðlaunasætum í mótunum.

Árangur GR
Í 12 ára og yngri flokki drengja 2 GR-ingar báðir á sama skori og í 3. sæti, það voru Tómas Númi Sigurbjörnsson og Gunnar Ágúst Snæland. Einnig endaði Ísak Hrafn Jónasson í 9. sæti og í flokki 12 ára og yngri telpna var Hrafnhildur Sigurðardóttir í 6. sæti.

Í 13-14 ára flokki drengja endaði Ingimar Jónasson í 2. sæti, Sebastian Blær Ómarsson í 4. sæti og Birgir Steinn Ottósson í því 5. – virkilega vel gert. Hjá stelpunum endaði Katla María Sigurbjörnsdóttir í 3. sæti og Tinna Sól Björgvinsdóttir í því 4. og óskum við þeim til hamingju með flottan árangur.

Í 15-16 ára stúlknaflokki endaði Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir í 3. sæti, Erna Steina Eysteinsdóttir í 6. sæti og Margrét Jóna Eysteins í því 10. – til hamingju stelpur!

Í 17-18 ára stúlknaflokki enduðu bæði Þóra Sigríður Sveinsdóttir og Helga Signý Pálsdóttir í 4. sæti. Í piltaflokknum endaði Sigurður Helgi Hlöðversson í 9. sæti og Jón Eysteinsson í því 10.

Þar með er keppnistímabilinu hjá börnum og unglingum lokið þetta árið og við erum strax farin að hlakka til þess næsta.

Öll úrslit út mótunum hafa verið birt á vef GSÍ – golf.is

Takk fyrir frábært tímabil – Áfram GR!