Korpa – framkvæmdir og golfbílaumferð fyrstu dagana

Kæru félagsmenn,

Nú fer að koma að opnun Korpu og starfsfólk klúbbsins á fullu að undirbúa völlinn fyrir átök sumarsins. Völlurinn virðist koma ágætlega undan vetri og metum við svo að hann sé nógu klár til að taka á móti kylfingum.

Golfbílaumferð
Völlurinn er enn blautur á nokkrum stöðum og stefnir í að það bætist frekar í bleytuna um komandi helgi. Við munum því ekki leyfa umferð golfbíla fyrst um sinn en munum hleypa þeim af stað eins fljótt og hægt er og verður það tilkynnt sérstaklega.

Í vetur var farið í miklar malbiksframkvæmdir sem og aðrar teigaframkvæmdir. Við þurfum aðeins meiri tíma til að vinna að frágangi á Sjónum og munum við af þeim sökum loka 9 holunum  að morgni til klukkan 14 mánudag til fimmtudags, þessi vinna verður öll unnin á Sjónum og verða Áin/Landið – Landið/Áin því leiknar sem 18 holur þessa daga.

Vonum að félagsmenn sýni þessu skilning.

Kveðja,
Vallarstjórar