Korpa lokuð mánudaginn 27. maí vegna malbikunarframkvæmda – Þorlákshöfn tekur á móti GR-ingum

Mánudaginn 27. maí næstkomandi munu allar lykkjur Korpu vera lokaðar vegna malbikunarframkvæmda. Félagsmenn geta bókað Grafarholtsvöll þennan dag auk þess sem Golfklúbbur Þorlákshafnar mun taka á móti GR-ingum án greiðslu vallargjalds. Við bendum einnig á Thorsvöll, sem hentar einstaklega vel til æfinga.

Föstudaginn 24. maí kl. 21:00 mun rástímabókun á Þorláksvöll opnast félagsmönnum fyrir mánudaginn 27. maí.

Veitingasala Klúbbhús á Korpu verður lokuð fyrri part dags en verður opnuð kl. 17:00 og geta félagsmenn því komið og notið góðra veitinga í klúbbhúsi.

Við biðjumst velvirðingar á þessari röskun en vonumst til að mæta skilningi félagsmanna vegna þessara framkvæmda.

Golfklúbbur Reykjavíkur