Opnunarmót Korpu fór fram í dag í fínasta veðri. Völlurinn tók vel á móti golfþyrstum kylfingum og kemur Korpan ótrúlega vel undan vetri að sögn kylfinga. Flatir með góðu rennsli, nýjir malbikaðir stígar og góður leikhraði. Nú hefur Korpan verið formlega opnuð fyrir sumarið. Ræst var út frá 8:00-15:00 í Opnunarmótinu og tóku rúmlega 190 kylfingar þátt. Besta skor dagsins átti Tómas Eiríksson Hjaltested, spilaði á 6 höggum undir pari eða 66 höggum.
Úrslit í Opnunarmóti Korpu 2024 urðu þessi:
Forgjöf 0-14
- Sigurbjörn Hlíðar Jakobsson 43 punktar
- Gunnar Þórður Jónsson 41 punktar
- Leifur Kristjánsson 39 punktar
Forgjöf 14,1 og hærra
- Benedikt Aron Guðnason 40 punktar
- Sigurður Helgi Hlöðversson 39 punktar
- Gestur Jónsson 37 punktar
Besta skor: Tómas Eiríksson Hjaltested 66 högg
Nándarverðlaun:
- 3.braut: Böðvar Bragi Pálsson 84 cm
- 6.braut: Helga Friðriksdóttir 19 cm
- 9.braut: Rut Aðalsteinsdóttir 162 cm
- 13.braut: Perla Sól Sigurbrandsdóttir 158 cm
- 17.braut: Höskuldur Ólafsson 106 cm
Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum til hamingju með árangurinn sinn. Haft verður samband við vinningshafa.