Opnunarmót Korpu fór fram í dag í fínasta veðri og greinilegt að golfsumarið er komið á fullt. Fjöldi kylfinga lagði leið sína á völlinn og var mikil og skemmtileg stemning allan daginn. Ræst var út frá 8:00-15:00 og tóku rúmlega 190 kylfingar þátt. Besta skor dagsins átti Andri Þór Björnsson, spilaði á 66 höggum.
Það er alltaf sérstök tilfinning að hefja golfsumarið á Opnunarmótinu, hitta félaga og finna spennuna sem fylgir fyrsta mótinu. Við hvetjum alla til að nýta sumarið til að njóta útiverunnar, hreyfingarinnar og samverunnar sem golfíþróttin býður upp á. Korpan er opin og við hlökkum til að sjá ykkur á teig á næstu vikum.
Úrslit í Opnunarmóti Korpu 2025 urðu þessi:
Forgjöf 0-14
- Þórður Jónsson 38 punktar (betri seinni 9)
- Guðmundur Arason 38 punktar
- Guðni Hafsteinsson 37 punktar (betri seinni 9)
Forgjöf 14,1 og hærra
- Bjarni Steinn Eiríksson 42 punktar
- Gísli Sigurjón Brynjólfsson 37 punktar
- Rósa Stefánsdóttir 35 punktar (betri seinni 9)
Besta skor: Andri Þór Björnsson 66 högg
Nándarverðlaun:
- 3.braut: Brynjar Már 144 cm
- 6.braut: Ásgeir Ingvarsson 109 cm
- 9.braut: Ólafur H. Jóhannesson 151 cm
- 13.braut: Gunnar Freyr Þorsteinsson 87 cm
- 17.braut: Bogi Nils Bogason 113 cm
Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum til hamingju með árangurinn sinn. Haft verður samband við vinningshafa.