Korpubikarinn í samvinnu við FirstWater verður leikinn á Korpúlfsstaðavelli dagana 18.-20. júlí næstkomandi.
Mótið fimmta mótið á GSÍ mótaröðinni í ár þar sem bestu kylfingar landsins etja kappi og spila um Korpubikarinn.
First Water elur lax í lokuðum kerfum í landeldi við Þorlákshöfn þar sem líkt er eftir náttúrulegri hringrás laxins og allri orkuþörf er mætt með endurnýjanlegum orkugjöfum. Laxinn er alinn í kristaltærum og hreinum sjó úr neðanjarðarbrunnum svo ekki er þörf á sýklalyfjum eða eitri við framleiðsluna.
Skráning er hafin í mótaskrá Golfbox eða með því að smella á hér
Leikfyrirkomulag og niðurskurður
Mótahald fer fram á Korpúlfsstaðavelli á lykkjunum Sjórinn/Áin. Höggleikur í karla og kvenna flokki þar sem leiknar eru 54 holur, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót karla og kvenna og móta- og keppendareglum GSÍ. Keppt er eftir staðarreglum GSÍ ásamt staðarreglum og viðbótarstaðarreglum Korpunnar.
Eftir 36 holu leik skal leikmönnum fækkað þannig að þau 70% leikmanna sem eru með besta skor í hvorum flokki halda áfram keppni. Ef leikmenn eru á sama skori og sá sem er með lakastan árangur þeirra sem halda áfram skulu þeir báðir/allir halda áfram.
Rástímar og ráshópar
Rástímar verða birtir á golf.is eftir kl.15:00 á miðvikdeginum fyrir mót. Á fyrsta keppnisdegi ákveður mótsstjórn röðun í ráshópa en síðan verður raðað út eftir skori. Ræst verður út alla daga frá kl. 08:00.
Þátttökuréttur
Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 132 en að lágmarki 33 kylfingur fær þátttökurétt í hvorum flokki. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5. Ef fjöldi skráðra leikanna fer yfir hámarksfjölda ræður forgjöf kl. 08:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur því hverjir komast inn í hvorn flokk þ.e.a.s. þeir kylfingar sem fjærst eru forgjafarmörkum í sínum flokki. Að lágmarki 25% af hámarksfjölda keppenda fá þátttökurétt í hvorum flokki, að teknu tilliti til stærðar ráshópa. Standi val á milli keppenda með forgjöf jafnlangt frá forgjafarmörkum skal hlutkesti ráða. Það verður biðlisti ef það verður umframskráning í mótið. Keppendur á biðlista þurfa að vera skráðir til leiks og uppfylla þátttökuskilyrði.
Mótsgjald
Karlaflokkur Teigstæði 63 15.450
Kvennaflokkur Teigstæði 52 15.450
Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar á fyrsta teig og æfingaboltar í Básum alla keppnisdaga. Morgunmatur verður í boði alla keppnisdaga frá kl. 6:30 – 13:00 hjá Klúbbhús veitingahús á Korpu.
Skráning og þátttökugjald
Skráning er hafin í gegnum Golfbox og lýkur mánudaginn 14. júlí kl.23:59
* Engar undantekningar á skráningu verða leyfðar í mótið eftir að skráningu lýkur
** Þátttökugjald verður ekki endurgreitt ef afboðun kemur eftir að skráningarfresti lýkur.
*** Þeir keppendur sem ekki fá þátttöku í mótið fá endurgreitt að móti loknu.
Æfingahringur
Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. Vinsamlegast hafið samband við Golfklúbb Reykjavíkur á netfangið grskrifstofa@grgolf.is til að panta rástíma. Reglur um æfingahringi er að finna í klúbbhúsinu. Skilyrði fyrri æfingahring er að búið sé að greiða þátttökugjald.
Æfingahringir verða í boði á eftirfarandi tímum:
Miðvikudagur 16. júlí frá kl. 09:00 – 12:00 og 15:00 – 18:00
Fimmtudagur 17. júlí frá kl. 09:00 – 12:00 og 15:00 – 18:00
Verðlaun
Veitt verða peningaverðlaun fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.
Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru leyti móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt á milli þeirra keppenda.
Gert er ráð fyrir að verðlaunaafhending hefjist 20 mínútum eftir að síðasti ráshópur lýkur leik.
Mótsstjóri: Harpa Ægisdóttir
Mótsstjórn: Harpa Ægisdóttir, Ómar Örn Friðriksson, Sigríður Guðmundsdóttir, Atli Þór Þorvaldsson og Nicholas Cathcart-Jones.
Dómari: Nicholas Cathcart-Jones