Korpubikarinn í samvinnu við First Water – Axel og Guðrún Brá sigurvegarar

Korpubikarinn í samvinnu við First Water var leikinn á Korpúlfsstaðavelli um helgina, keppni hófst á föstudag og lauk í dag, alls 54 holur. Bestu kylfingar landsins, í karla- og kvennaflokki, mættu til leiks en mótið er það fyrsta á stigamótaröð GSÍ á árinu. Sigurvegarar mótsins í ár voru þau Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson, bæði úr Golfklúbbnum Keili.

Guðrún Brá lék hringina þrjá á samtals einu höggi undir pari eða 215 höggum (70-72-73) og sigraði Ragnhildi Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur með einu höggi en hún lék á samstals 216 höggum (71-68-77). Í þriðja sæti varð Pamela Ósk Hjaltadóttir úr Golfkklúbbi Mosfellsbæjar á samtals 231 höggi (76-73-82).

Axel lék hringina þrjá á pari, samtals 213 högg (71-67-75). Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar urðu jafnir í 2. – 3. sæti á samstals 214 höggum. Dagbjartur Sigurbrandsson og Haraldur Franklín Magnús fylgdu þeim fast á eftir, jafnir í 4. – 5. sæti á samtals 215 höggum.

Úrslit úr móti helgarinnar má sjá hér

Myndir frá Korpubikarnum 2024 má sjá hér

Við þökkum keppendum öllum kærlega fyrir þátttöku í Korpubikarnum.

Golfklúbbur Reykavíkur í samvinnu við First Water