Korpubikarinn í samvinnu við Icelandair – keppni hefst á morgun

Á morgun hefst keppni á síðasta móti Stigamótaraðar GSÍ þar sem keppt verður um Korpubikarinn. Mótið er haldið í samvinnu við Icelandair og mæta bestu kylfingar landsins, í karla- og kvennaflokki, til að taka þátt. Hámarksþátttaka var í mótið mæta 74 keppendur til leiks – 48 í karlaflokki og 26 í kvennaflokki.

Rástímar morgundagsins hafa verið birtir og verður hægt að fylgjast með stöðu og skori keppenda í mótinu á meðfylgjandi hlekk:

Korpubikarinn – rástímar, skor og staða

Keppni lýkur á sunnudag þar sem sigurvegarar Korpubikarsins ásamt Stigameisturum GSÍ árið 2023 verða krýndir.

Við hvetjum félagsmenn og aðra áhugasama til að mæta á Korpuna um helgina og fylgjast með okkar bestu kylfingum takast á um Korpubikarinn. Veitingasala KH Klúbbhús er opin alla keppnisdaga og verður hægt að fylgjast með úrslitum á skjá í veitingasal.

Golfklúbbur Reykjvíkur í samvinnu við Icelandair