Korpubikarinn í samvinnu við Icelandair verður leikinn á Korpúlfsstaðavelli dagana 8. – 10. september. Mótið er það síðasta í stigamótaröð GSÍ á árinu þar sem bestu kylfingar landsins mæta til leiks og spila um Korpubikarinn.
Skráning er hafin í mótaskrá á Golfbox og má sjá allar frekari upplýsingar um mótið hér fyrir neðan.
Leikfyrirkomulag
Mótahald fer fram á Korpúlfsstaðavelli (Sjórinn/ Áin). Höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót karla og kvenna og móta- og keppendareglum GSÍ. Keppt er eftir staðarreglum GSÍ ásamt viðbótarstaðarreglum Korpunnar.
Rástímar og ráshópar
Rástímar verða birtir á golf.is eftir kl. 16:00 á miðvikudeginum fyrir mót. Á fyrsta keppnisdegi ákveður mótsstjórn röðun í ráshópa en síðan verður raðað út eftir skori. Ræst verður út alla dagana frá kl. 8:00
Þátttökuréttur
Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 72. Þátttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5 og skulu keppendur vera meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi. Þátttökurétt hafa 25 efstu karlar- og konur af stigalista GSÍ, umfram það er raðað inn eftir forgjöf skv. 6. grein í reglugerð um stigamót. Ef fjöldi skráðra keppenda fer yfir hámarksfjölda ræður forgjöf kl 8:00 morgunin eftir að skráningarfresti lýkur því hverjir komast inn í hvorn flokk. Keppendum skal þó fjölgað þannig að fullir ráshópar verði í hvorum flokki. Standi val á milli keppenda með forgjöf jafnlangt frá forgjafarmörkum skal hlutkesti ráða. Keppendur á biðlista þurfa að vera skráðir til leiks.
Mótsgjald
Karlaflokkur Teigastæði 61 13.000 kr.
Kvennaflokkur Teigastæði 51 13.000 kr.
Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar á fyrsta teig og æfingaboltar í Básum alla keppnisdaga.
Teiggjöf: Morgunmatur verður í boði alla þrjá keppnisdaga frá kl. 06:30 – 11:30.
Skráning og þátttökugjald
Skráning í mótið hefst fimmtudaginn 31. ágúst kl. 12:00. Þátttakendur skulu skrá sig í mótið í mótaskrá á Golfbox fyrir klukkan 23:59 á þriðjudegi fyrir mót, 5. september.
*Engar undantekningar á skráningu verða leyfðar í mótið eftir að skráningu lýkur.
** Þátttökugjöld verða ekki endurgreidd ef afboðun kemur eftir að skráningarfresti lýkur.
***Þeir keppendur sem ekki fá þátttöku í mótið fá endurgreitt að móti loknu.
Æfingahringur
Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. Vinsamlegast hafið samband við Golfklúbb Reykjavíkur á netfangið grskrifstofa@grgolf.is til að panta rástíma. Reglur um æfingahringi er að finna í klúbbhúsinu. Skilyrði fyrir æfingahring er að búið sé að greiða þátttökugjald. Keppendur fá æfingabolta fyrir hring án endurgjalds á mótsdögum.
Æfingahringir verða í boði á eftirfarandi tímum:
Þriðjudagur 6. september frá kl.10:00-12:00 & 15:00-17:00
Miðvikudagur 7. september frá kl.10:00-12:00 & 15:00-17:00
Verðlaun
Veitt verða peningaverðlaun fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.
Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru leyti gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra keppenda. . Veitt verða verðlaun fyrir Korpubikarinn og forseti GSÍ mætir til að krýna stigameistara GSÍ.
Gert er ráð fyrir að verðlaunaafhending hefjist 20 mínútum eftir að síðasti ráshópur lýkur leik, boðið verður upp á léttar veitingar.
Mótsstjóri: Ómar Örn Friðriksson 660-2770
Mótsstjórn: Ómar Örn Friðriksson, Harpa Ægisdóttir, Dóra Eyland, Atli Þorvaldsson og Nicholas Cathart-Jones.
Skjöl sem tengjast mótinu:
Staðarreglur Korpubikarinn 2023
REGLUGERÐ UM STIGAMÓT
MÓTA- OG KEPPENDAREGLUR GSÍ
Almennir keppnisskilmálar og staðarreglur 2023
Almennar staðarreglur um leikhraða 2023
Almennar staðarreglur um hegðun 2023
Almennar reglur – Leikmenn kylfuberar æfingahringir
ATH! Mótalýsing er birt með fyrirvara um breytingar