Kvennanefndin óskar eftir nýjum konum í stjórn sumarið 2023

Kæru GR konur,

Kvennanefndin óskar eftir nýjum konum í stjórn fyrir sumarið 2023.

Markmið kvennanefndar er að fá konur í golfi til að kynnast, spila saman og taka þátt í mótum. Kvennanefndin stendur fyrir nokkrum mótum aðeins ætluð konum yfir árið, byrjum á púttmótaröð sem hefst miðvikudaginn 25. jan og endar á haustmóti sem haldið er í september.

Við erum opnar fyrir nýjum hugmyndum og tökum fagnandi á móti skemmtilegum konum með okkur í nefndina. Hvetjum sérstaklega konur sem langar að kynnast öðrum konum í golfi að taka þátt í starfinu.

Núverandi nefndarkonur eru:

Guðrún Íris Úlfarsdóttir s: 8402892 gudrunulfarsdottir@gmail.com
Kristín Halla Hannesdóttir s: 8442872 kristinhal1972@gmail.com
Aðalbjörg Ársælsdóttir s: 8460424 adalbjorg81@gmail.com
Halldóra Jóhannsdóttir s: 8974715 halldorajohannsd@gmail.com

Það má hafa samband við okku í síma, gegnum e-mail eða hitta á okkur á púttmótinu sem spilað er á miðvikudögum í Korpu.