LEK 65+ – GR sigurvegarar í 1. deild karla

LEK mót golfklúbba 65+ fyrsta deild karla var leikin við erfiðar aðstæður í Öndverðarnesi í síðustu viku. Mótinu lauk á miðvikudag og stóð sveit GR uppi sem sigurvegarar í mótinu, í öðru sæti varð Nesklúbburinn og Keilir í þriðja.

Mótið verður aftur haldið hjá Golfklúbbi Öndverðarness að ári liðnu. Framkvæmd mótsins í ár var öll til fyrirmyndar hjá klúbbnum og eiga starfsmenn skilið hrós fyrir vel unnin störf og gott utanumhald.

Við óskum okkar frábæru kylfingum innilega til hamingju með sigurinn í 1. deild karla.

Áfram GR!